Myrkur í borginni.

Ritað 20.01.2017.

Myrkur í borginni.

heimas

Vasaljósa og náttfatadagur.
23.janúar ætlum við á Lyngheimum að hafa vasaljósa og náttfatadag.
Allir mega koma með vasaljós og í náttfötum í leikskólann.

Tekið verður á móti börnunum úti milli
kl. 8:00 og 9:00 ef veður leyfir.
Kveðja starfsfólk Lyngheima.

Föstudagurinn 20 Janúar

Ritað 16.01.2017.

Þorrinn - Bóndadagurinn
Bóndadagur fyrsti dagur þorra,
verður með hefðbundnu sniði hér í Lyngheimum.

.Aug heimas

 

Börn og starfsfólk bjóða karla þ.e. pabba,afa, frænda eða vin velkomna í morgunkaffi föstudaginn 20. janúar frá kl. 8.15 – 9.00.
Gaman væri ef allir mæta í lopapeysum.
Kær kveðja
Börn og starfsfólk

Tilkynning um breytta dagsetningu á Piparkökudeginum.

Ritað 11.11.2016.

Á fundi stjórnar foreldrafélagsins mánudaginn 7. nóvember var ákveðið að færa Piparkökudaginn fram um eina viku frá því sem ákveðið var í vor og stendur á skóladagatalinu.
Piparkökudagurinn í ár verður laugardaginn 3. desember kl 10.00-12.00