Sumarlokun 2017

Ritað 20.03.2017.

142


Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfis frá 10. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Með góðri kveðju Júlíana Hilmisdóttir
leikskóalstjóri.

Skipulagsdagur 17. mars

Ritað 14.03.2017.

Kæru foreldrar / forráðamenn við minnum á að leikskólinn verður lokaður föstudaginn 17. mars vegna skipulagsdags starfsfólks.
Dagskrá skipulagsdagsins:
Endurmat – starfsáætlun 2016-17
Fyrirlestur Hegðun barna, Helgi Hegðunarráðgjafi í Miðgarði.
Hafdís frá Í talnalandi - Fyrirlestur um stærðfræði með börnum.
Heilsueflandi leikskóli - Landlæknisembættið - Guðrún og Þorvaldur frá þjónustumiðstöðinni Miðgarði kynna og ræða samvinnu.
Framhald endurmats og aðgerðaráætlun í tengslum við starfsáætlun til sumars.
Brunaæfing.

Með góðri kveðju
Júlíana Hilmisdóttir
Leikskólastjóri

Ytra mat skóla- og frístundastarfi – Upplýsingar á heimasíðu leikskólans Lyngheima.

Ritað 08.03.2017.

Á næstu dögum og vikum fer fram ytra mat í leikskólanum Lyngheimum.
Ytra mat fer fram í nokkrum leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár tekur Lyngheimar þátt í því.
Samantekt á niðurstöðum matsins er birt í opinberri skýrslu en auk þess fær leikskólinn Lyngheimar afhenta ýtarlegri greinargerð. Á grundvelli niðurstaðna gerir leikskólinn Lyngheimar umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig bæta má þá þætti starfsins sem betur mega fara og styrkja enn frekar það sem vel er gert. Umbótaáætluninni er síðan skilað til stjórnanda fagskrifstofu á skóla- og frístundasviði.
Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um ytra matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um starfsemina í gegnum viðtöl og rýnihópa, auk þess sem fylgst er með daglegu starfi á deildum leikskóla, í kennslustundum grunnskóla og á vettvangi frístundaheimila og félagsmiðstöðva eftir því sem við á. Við matið er stuðst við ákveðin viðmið og lýsingu á gæðastarfi sem finna má hér: http://reykjavik.is/mat-skola-og-fristundastarfi
Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er höfð til viðmiðunar í matinu, auk laga og reglugerða um skólastarf, aðalnámskrár, starfsskrár frístundastarfs og stefnu borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.
Ytra matið er liður í að styðja við starfsemi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík og kemur til viðbótar innra mati starfsstaða.