Ítrekun á breytingu á skipulagsdegi.

Þann 14.04.2014.

Fyrirhugaður skipulagsdagur 2. maí fellur niður.

Vegna Stóra leikskóladagsins verður hann fluttur til föstudagsins 23. maí.

Verkefni frá vetrarstarfi barnanna verða til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 10.00-17.00

Með góðri kveðju starfsfólk.

Athugið

Þann 14.03.2014.

Kæru foreldrar takið eftir

• Af gefnu tilefni viljum við biðja ykkur að taka allan útifatnað (skófatnað líka) heim næstu daga og vikur vegna mikillar bleytu og illa lyktandi leðju eftir klakann á túninu undangengnar vikur. Útifatnað þarf að þrífa eftir hverja útiveru í slíku árferði svo lyktin festist ekki í öðrum klæðnaði og verði ekki að okkar heimilislykt.

• Vinsamlega virðið vistunartíma, börnin eiga tíma í leikskólanum innan þeirra marka sem samið eru um ekkert umfram.

• Af öryggisástæðum munið að loka hliðinu alltaf !

 

 

Sumarleyfi

Þann 18.02.2014.

Cool

Kæru foreldrar /forráðamenn
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá 9. júlí til og með 6. ágúst
opnum aftur fimmtudaginn 7. ágúst.
Að þessu sinni var gerð könnun meðal foreldra sem leiddi til þessarar niðurstöðu.

Með góðri kveðju
Júlíana Hilmisdóttir
Leikskólastjóri