Skipulagsdagur eftir hádegi 29. maí

Þann 22.05.2015.

 

Kæru  foreldrar / forráðamenn

 

AFT

 

 Leikskólinn verður lokaður föstudaginn 29. maí   eftir hádegi frá kl. 12.15 vegna skipulagsdags.

 

Dagskrá:

 

Starfsmenn sækja fyrirlestra í Tjarnarbíói sem haldnir eru í tilefni stóra leikskóladagsins.

 

  • Áhrif skráninga á fagmennsku í leikskólastarfi
  • Vísindaleikir barna
  • Leikskólalæsi og verkefnabók
  • Leiklist í leikskóla
  • Samstarf HEBA leikskólanna í Reykjavík um starf í anda Reggio Emilia

 

Júll

Með góðri kveðju 

Júlíana Hilmisdóttir 

Leikskólastjóri

 

Skipulagsdagur 15. maí

Þann 21.04.2015.

 

 

Kæru foreldrar / forráðamenn

 

Leikskólinn verður lokaður föstudaginn 15. maí vegna skipulagsdags starfsmanna

 

skipulagsd1

 

Dagskrá:

Faghópur leikskólakennara fer til Hollands í náms og kynnisferð – fyrirlestur og í vinnustofur í leikskólanum Hestia Kinderopvang fjölmenning í anda Reggio Emilia

NEMO vísindasafn fyrir börn í Amsterdam skoðað með leiðsögumanni.

 

Þeir starfsmenn leikskólans sem ekki fara í náms og kynnisferð til Hollands fara í leikskólann Holt í Breiðholti á fræðslufyrirlestur um fjölmenningalegt samfélag í leikskóla og kynningu um starfið þar sem einkennist mjög af fjölmenningu.

 

skipulagsd2

 

Með góðri kveðju

Júlíana Hilmisdóttir

                                                            Leikskólastjóri

 

 

Sumarleyfi 2015

Þann 03.03.2015.

 

Sumarleyfi 2015 

 

sumarl

 

 Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til og með 5.

ágúst. Opnum aftur fimmtudaginn 6. ágúst.

 

 

Að þessu sinni var gerð könnun meðal starfsmanna og fengið samþykki foreldraráðs.

                                                                                                        sumarlstrak

 

Með góðri kveðju

Júlíana Hilmisdóttir

Leikskólastjóri