Foreldrasamvinnu er þannig háttað í Lyngheimum:
Foreldrar eru boðaðir á kynningarfund áður en barnið byrjar í leikskólanum. Stefna og öll almenn starfsemi kynnt, farið yfir helstu reglur er varða almenna umgengni og samskipti.
Einn foreldrafundur er boðaður að hausti, þar sem ársáætlun er kynnt og foreldrafélagið fær tíma til að kynna sig. Foreldrar eru boðaðir í lok haustannar í einkaviðtal við deildarstjóra. Allir hvattir til að mæta. Foreldrar eru aftur boðaðir í viðtal í lok vorannar í apríl. Deildarstjórar hafa símatíma einn morgun í viku. Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eru til viðtals alla daga.
- Opið hús er í leikskólanum tvisvar á ári þar sem börnin bjóða foreldrum og systkinum til sýningar á vinnu sinni og veitingar.
- Foreldrafélagið er með piparkökudag í lok nóvember, í byrjun aðventu.
- Foreldrafélagið býður upp á ferð eða skemmtun í einhverri mynd að vori.
- Foreldrar taka þátt í könnun sem gerð er á vegum Menntasviðs Reykjavíkur sem fjallar um starfsemina í heild með nokkurra ára millibili.
Markmið með foreldrasamvinnu:
- Að stuðla að varanlegu trausti milli foreldra og starfsfólks.
- Að samskipti geti verið heiðarleg og opinská og miðuð við þarfir og velferð barnanna.