• Foreldrar

Foreldrasamvinna

For­el­dra­sam­vinnu er þannig háttað í Lyngheimum:
Foreldrar eru boðaðir á kynningar­fund áður en bar­nið byrjar í leik­skólanum. Stefna og öll al­menn starf­semi kynnt, farið yfir helstu reglur er varða al­menna um­gengni og sam­skipti.

Einn for­eld­ra­f­undur er boðaður að hausti, þar sem árs­á­ætlun er kynnt og foreldra­fé­lagið fær tíma til að kynna sig. Foreldrar eru boðaðir í lok haus­t­annar í einka­við­tal við deildar­stjóra. Allir hvattir til að mæta. Foreldrar eru aftur boðaðir í við­tal í lok vor­annar í apríl. Deildar­stjórar hafa síma­tíma einn morgun í viku. Leik­skóla­stjóri og að­stoðar­leik­skóla­stjóri eru til við­tals alla daga.

  • Opið hús er í leik­skólanum tvisvar á ári þar sem börnin bjóða foreldrum og systkinum til sýningar á vinnu sinni og veitingar.
  • For­el­dr­a­fé­lagið er með pipar­köku­dag í lok nóvember, í byrjun að­ventu.
  • For­el­dr­a­fé­lagið býður upp á ferð eða skemmtun í einhverri mynd að vori.
  • Foreldrar taka þátt í könnun sem gerð er á vegum Menntasviðs Reykja­víkur sem fjallar um starf­semina í heild með nokkurra ára milli­bili.

Mark­mið með foreldra­sam­vinnu:

  • Að stuðla að varan­legu trausti milli for­eldra og starfs­fólks.
  • Að sam­skipti geti verið heiðar­leg og opinská og miðuð við þarfir og vel­ferð barnanna.