Foreldrafélag Lyngheima

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann Lyngheima og eru allir foreldrar eða forráðamenn félagar. Markmið foreldrafélagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunum barna og leikskólans og að efla tengsl foreldra við starfsemi leikskólans. Foreldrar hafa tillögurétt að skólanámsskrá og starfsáætlun á þann hátt að hún er lögð fyrir þrjá fulltrúa foreldra- foreldraráð sem gefur álit og kemur með tillögur ef þeim sýnist svo. 

Að hausti eru haldnir foreldrafundir allra foreldra í leikskólanum. Þar er vetrarstarfið og starfsáætlun kynnt, og deildarstjórar kynna starfsemi vetrarins.

Stjórn foreldrafélagsins kynnir félagið, kosnir eru nýjir foreldrar af öllum deildum í stjórnina og foreldraráð skipað þremur foreldrum.

Foreldrar styðja ýmis málefni í starfsemi leikskólans og standa fyrir uppákomum fyrir nemendur. Leikskólastjóri boðar fundi hjá stjórn foreldrafélagsins.

Lög foreldrafélags Lyngheima:
Nafn félagsins er: Foreldrafélag Lyngheima

  1. Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna í Lyngheimum
  2. Markmið er að auka samskipti og samstarf foreldra, barna og starfsmanna leikskólans.
  3. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi á haustin sem hefur að skipa 2 foreldra eða forráðamenn á hverri deild og 1 starfsmann leikskólans.