• Leikskólinn

Leikskólinn Lyngheimar

Lyngheimar er fjögurra deilda leikskóli sem tók til starfa 31. október 1998 og er staðsettur að Mururima 2 í Grafarvogi.

Lyngheimar starfa samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla. Að auki er starfið byggt á hugmyndafræði kenndri við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu en hugmyndafræðingurinn á bakvið starfið þar var Dr. Loris Malagozzi.

Hornsteinn Lyngheima

  • Að börnin verði fær um að velja og hafna.
  • Að börnin öðlist styrk og þor til að takast á við ný og framandi verkefni.
  • Að börnin öðlist félagslega færni í samskiptum við önnur börn og fullorðna.

Leiðarljós Lyngheima: Virðing - Umhyggja - Tillitsemi