Deildir

Deildir leikskólans bera nöfn sem tengjast Grafarvogi, örnefni úr hverfinu. Þannig tengjum við leikskólann við gamla tímann og erum ávallt minnug þess að hér var eitthvað áður en við urðum til og á því byggjum við okkar framtíð.

Nöfnin eru:
Fjósaklettar - klettar úti í hafi stutt frá Gufunesi.
Klapparvör - vík fyrir neðan Staðahverfið.
Guddumói - kot fyrir botni Grafarvogs.
Knútskot - kotbýli úr landi Gufuness.
Kotmýri - mýrin sem Knútskot stóð á.