Fjósaklettar

Á Fjósaklettum 

Við á Fjósaklettum vinnum samkvæmt stefnu leikskólans og aðalnámskrá Leikskóla. Á hverjum degi er unnið eftir fjölmörgum námsviðum aðalnámskrá. Á deildinni er farið eftir fljótandi stundatöflu en stuðst er við að, á mánudögum er unnið í listasmiðju, þriðjudögum eru við í tónmennt, á miðvikudögum er hreyfing/leikur í sal, á fimmtudögum er hlutverkaleikur í eldhúskrók og á föstudögum er útivera. Mikil áhersla er lögð á sköpun og rannsóknarvinnu auk leiksins. Í bernsku felur leikur í sér nám sem gerir allt svo skemmtilegt. Á hverjum degi er útivera. Þar fer nám fram í leik / hreyfingu auk þess sem náttúra og menning er skoðuð í vettvangsferðum. Við leggjum áherslu á félagslegt nám, að börnin sýni hverju öðru tillitsemi og fari eftir reglum. Starfsfólk Fjósakletta leggur mikla áherslu á jákvæðum aga, að hrósa fyrir góða hluti og að taka eftir þegar vel er gert. Við söfnum hróssteinum í sérstaka Hróskrukku og setjum okkur markmið að gera eitthvað skemmtilegt saman þegar við höfum safnað í hana að ákveðnu marki. Barnahópurinn ákveður ásamt kennara hver verðlaunin eru í hvert skipti. Við vinnum einnig með lífsleikni sem er félagsleg og tilfinningaleg þjálfun. Kennsluefni sem við styðjumst við heitir Stig af stigi og er ætlað börnum á aldrinum 4-6 ára. 

Deildin leggur áherslu á að einstaklingurinn:

  • Öðlist félagslega færni.
  • Að börnin læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu.
  • Að börnin efli sjálfstraust /sköpun og rannsóknarhæfileika.
  • Öðlist gleði við nám og vilja til að læra meira.
  • Efli hæfileika sína og styrki sig á öðrum sviðum.