Guddumói

Guddumói er önnur yngri deild Lyngheima og er það börn á aldrinum 3- 4 ára

Á Guddumóa er lögð rík áhersla á leikinn.

  • Í gegnum leik læra börnin nauðsyn þess að vinna saman og taka tillit til hvers annars.
  • Af leik sprettur ný þekking, nýjar tilfinningar, nýjar athafnir og leikni. Leikurinn endurspeglar reynsluheim barnanna, þá menningu og samfélag sem þau búa í.
  • Í leik rifja börnin upp það sem þau hafa séð, heyrt og upplifað.

 

Við á Guddumóa leggjum líka áherslu á menningu, samfélag, málrækt, myndlist , tónlist og hreyfingu.

Markmiðin eru:  

  • Að börnin læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
  • Að börnin öðlist sjálfstraust.