Á Klapparvör eru 2 eldri árgnagar.
Við á Klapparvör vinnum samkvæmt námskrá Lyngheima og aðalnámskrá Leikskóla.
Unnið er eftir stundatöflu og farið í skipulagt starf þar sem komið er inn á öll námssviðin þ.e. tónlist, myndlist, hreyfingu, málrækt, náttúru og umhverfi, menningu og samfélag. Einnig er mikil áhersla lögð á frjálsa leikinn og að börnin læri að fara eftir einföldum reglum.
Deildin leggur áherslu á:
- Að börnin læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu.
- Að börnin öðlist sjálfstraust.
- Að börnin séu virk og skapandi
- Að börnin öðlist félagsfærni.
- Að börnin fari eftir reglum samfélagsins.