Knútskot

Knútskot er yngsta deild leikskólans 

Sérstök áhersla er lögð á leikinn, við gefum honum góðan og samfelldan tíma í dagsskipulagi og er þess sérstaklega gætt að leikir barnanna séu ekki brotnir upp með of þéttu skipulagi. Í gegnum leikinn læra börnin og þurfa að fá svigrúm til að kanna og prófa sig áfram. Hlutverk fullorðinna í leik barna er mikið. Starfsfólkið á Knútskoti er með börnunum í leiknum og leiðir þau áfram í þekkingarleit sinni. Börnin þurfa aðstoð við að þróa leik sinn og leysa ágreiningsmál sem upp koma. Fjórum sinnum í viku fara börnin í hópastarf en þá er unnið að sérstökum verkefnum sem efla þroska barnanna samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla og námsskrá Lyngheima. Á þessu aldursskeiði er mikið boðið upp á verkefni og leiki sem stuðla að þroska skynfæranna, börnin fá að upplifa breytilegan efnivið og gera tilraunir.
Í leikskólanum býr barnið við öruggt og reglusamt umhverfi sem hvetur til leikja og samvinnu. Á Knútskoti eru reglur fáar en skýrar, þannig læra börnin smátt og smátt hvað er æskilegt og hvað ekki. Hver einstaklingur fær að njóta sín til hins ýtrasta og nýtur viðurkenningar eins hann er.
Með þessum hætti vinnum við, á degi hverjum, að markmiðum Lyngheima sem eru:

Að börnin læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu.Að börnin öðlist sjálfstraustAð börnin séu virk og skapandi