Eldhús Lyngheima

Kristín Hulda Þorbergsdóttir er matráður í Lyngheimum

Markmið eldhússins er að bjóða upp á fjölbreytt hefðbundið fæði með markmið manneldisráðs að leiðarljósi.

Hádegisverður:
Boðið er upp á fisk eða fiskafurðir tvisvar í viku, kjöt eða kjötafurðir einu sinni til tvisvar í viku.
Grjónagrautur, súpa eða skyr einu sinni í viku.  Með graut, súpu eða skyri er alltaf boðið uppá brauð með kjarngóðu áleggi og grænmeti eða slátur.
Pastaréttir eru tvisvar til þrisvar í mánuði. Sósur með pastaréttum eru alltaf með ostum, kjöti og eða grænmeti.
Grænmetisréttir eru tvisvar til þrisvar í mánuði.
Grænmeti er í boði með öllum mat ýmist soðið eða hrátt.
Ávextir eru í boði einu sinni til tvisvar á dag.

Morgunmatur:
Hafragrautur, rúsínur og ávextir. Lýsi.

Síðdegishressing:
Síðdegishressing er að öllu jöfnu, brauð, álegg og grænmeti eða ávöxtur.
Sætabrauð og kökur eru einungis í boði við sérstök tækifæri tvisvar til þrisvar á ári.
Sykurnotkun er í lágmarki í allri matar og brauðgerð.
Brauð eru nánast eingöngu heimabökuð.

Þar sem morgunverður og síðdegishressing eru með venjubundnum hætti alla daga er ekki getið um þær máltíðir á matseðli þar kemur einungis fram hvað er í boði í hádeginu vegna þess að hádegisverður er breytilegur dag frá degi.