Hagnýtar upplýsingar

 • Afmæli

  Leikskólinn sér alfarið um afmælisveislur í leikskólanum.

  Afmælisbarn fær kórónu og það fær að bjóða öllum á deildinni ávöxt eða annað góðgæti, afmælisbarnið er þjónn og stjórnandi söngstundar á afmælisdaginn. Afmælissöngurinn er sungin til heiðurs afmælisbarninu.

  Afmælisbörn fá sérstakan borðbúnað og íslenski fáninn blaktir fyrir utan deild afmælisbarnsins.

  Boðskort eru ekki leyfð í leikskólanum en foreldrum bent á að fá símanúmer foreldra hjá deildarstjóra. Við beinum þeim tilmælum til allra foreldra sem ætla að bjóða vinum úr leikskólanum í afmæli að vera vel á verði með það að engin verði útundan sem tilheyrir hópnum. Sem dæmi; allir strákar á deildinni - allar stelpur á deildinni eða öll deildin.   

 • Leikskólataskan

  Uppi á hólfum barnanna eru box undir aukaföt, töskur eru því óþarfar. Mikilvægt er að hafa börnin vel útbúin fyrir hvern dag, yfirfara boxin á hólfunum daglega og taka óhrein föt með heim. Komi barn ekki með nauðsynlegan klæðnað fyrir daginn er hringt til foreldra og þeir beðnir um að koma með viðeigandi klæðnað.

 • Lyfjagjöf á leikskólatíma

  Við biðjum foreldra að haga lyfjagjöf til barna sinna þannig að hún fari fram heima. 

 • Opnunartími leikskólans

  Leikskólinn er opinn frá 7.30 - 17.00 alla virka daga. Mikilvægt er að foreldrar virði dvalartíma barna sinna.

 • Slys á börnum

  Meiðist barn í leikskólanum þannig að leyta þarf til slysadeildar eða heilsugæslu er brugðist við þannig að starfsmaður sinnir barninu og gerðar eru þær ráðstafanir sem réttastar teljast hverju sinni. Foreldrum er alltaf tilkynnt um slys og þeir taka við að annast barnið. Foreldrum er einnig tilkynnt um minniháttar slys og meiðsl gerist þau í leikskólanum.

 • Sumarfrí

  Foreldrum ber að taka fjórar vikur samfellt sumarfrí fyrir börnin sín og eru leikskólagjöld því greidd í 11 mánuði á ári júlímánuður er gjaldfrjáls. 

  Á vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eru almennar upplýsingar um sumarfrí barna.

 • Veikindi barna

  Veikt barn með hita skal dvelja heima hjá sér þar til það hefur verið hitalaust í að minnstakosti einn til tvo daga.

  Til að forðast útbreiðslu smitsjúkdóma þarf barn með smitsjúkdóm að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá.

  Óski foreldrar eftir því að barn verði inni eftir veikindi reynum við að verða við því, reglan er sú að eftir veikindi getur barn verið inni í tvo daga. Ef við getum ekki orðið við þessari ósk þá fer barnið síðast út í útiveru og fyrst inn að loknum útiverutíma.

 • Vistunartími barna

  Foreldrar velja lengd vistunartíma barna sinna en það getur verið frá 4 dvalarstundum að 9 dvalarstundum, í undantekningartilfellum er möguleiki á að hafa börn í 9,1/2 dvalarstund en það er algjört hámark.

  Leyfilegt er að skipta hálftíma í tvennt fyrir og eftir tímamörk, dæmi 7,45 -16,15 samtals 8,5 tímar.

  Mikilvægt er að foreldrar virði vistunartíma barna sinna þ.e. að börnin eru í leikskólanum innan tímamarkanna sem samningurinn kveður á um ekki mætt fyrr eða sótt seinna.