Leikskólastarf

 • Könnunarleikurinn

  Börn á öðru og þriðja ári hafa mikla þörf á að rannsaka og uppgötva á eigin spýtur, hvernig hlutir haga sér þegar þau stjórna þeim.

  Könnunarleikur er aðferð skilgreind sem afbrigði náms sem stuðlar að því að barnið finnur út hlutina á sinn eigin hátt og á eigin forsendum.

  Börn á aldrinum 1-3 ára vinna í litlum hópum - Stundirnar eru skipulagðar af fullorðnum - Börnin fást við viðfangsefni án íhlutunar fullorðinna.

 • Leikurinn

  Leikurinn er lærdóms og þroskaleið barnsins, í gegnum hann öðlast barnið reynslu og þekkingu á hinum ýmsu þáttum í daglegu lífi og starfi. Allar stundir í leikskólanum eru byggðar upp með leik barna í huga þar sem barnið fær notið sín sem einstaklingur í leik. Leikurinn er tjáning barnsins, barnið nýtur sín best í leik sem er sjálfsprottin og er því lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreyttan efnivið sem börnin geta valið úr og notað í sinni sköpun og upplifunum.

 • Lyngheimar kynning

 • Málrækt og hópastarf

  Málrækt

  Tungumálið tengist öllu starfi í leikskólanum, tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Í daglegu lífi er tungumálið rauður þráður í öllu leikskólastarfinu. Starfsmenn vanda málfar sitt og sýna góða málfarslega fyrirmynd. Fyrir utan venjubundin samskipti eru ákveðnar stundir þar sem sérstaklega er lögð áhersla á málrækt þær stundir eru:

  Samverustundir
  Á hverjum degi koma börnin saman fyrir mat og síðdegishressingu ýmist í sögu eða söngstundum.

  Sögustundir eru fjölbreyttar. Í þeim er komið inn á flest það sem barnabókmenntir hafa upp á að bjóða og áhersla er lögð á hlustun og athygli barnanna. Í gegnum sögur, ævintýri, þulur og vísur læra börnin ný og gömul orð sem fyrir koma. Lestur sögu gefur börnunum einnig aukin orðaforða en eftir lestur er talað við börnin um innihald sögunnar.

  Söngstundir
  Áhersla er lögð á fjölbreytni í textavali, hljóðfæri framburð og sönggleði. Í söngstundum æfa börnin söngatriði fyrir samsöng sem er á hverjum fimmtudegi í sal leikskólans þar hittast öll börn í leikskólanum, hlusta og syngja saman.

  Sögur / sögustundir skipa stóran sess í leikskólastarfinu, Málrækt í hópastarfi/ einingakubbum fer fram daglega á öllum deildum. Í hópastarfi er unnið markvisst að málörvun og málskilningi, fjallað er um hugtök svo sem fjölda, magn, þyngd, hæð, breidd, afstöðu og fleira.

  Reggiostundir sem farið er í tvisvar í viku eru byggðar upp með listgreinar, vettvangsferðir og hverskyns rannsóknir í fyrirrúmi. Í reggiostundum er lögð áhersla á að börnin öðlist færni í samskiptum og samvinnu með öðrum, framsögn og leiklist eru ríkjandi þáttur. Allir tjá sig um verk sín og annarra. Börnin segja frá verkum sínum og hlusta á aðra segja frá, láta álit sitt í ljós og rökræða.

  Fataklefinn tækifæri eru notuð til að ræða um veðurfar og árstíðir. Klæðnaður og líkaminn eru þar einnig til umræðu.

  Matartímar smáir hópar spjalla saman um fæðu, fæðutegundir hreinlæti auk heimspekilegra samræða sem spretta upp í vellíðan við að næra sig. Starfsmenn sýna góða fyrirmynd.

  Menningartengdir atburðir, leikrit, söngvar og vettvangsferðir í nágrenni skólans eru hluti af málörvun í leikskólanum.

  Málrækt er rauður þráður í öllu starfi leikskólans. Sérstakar málörvunarstundir eru frá einu sinni í viku til fimm sinnum í viku fyrir börn sem þurfa sérstaka málörvun og markvissa kennslu sú kennsla er í umsjá sérkennslustjóra.

  Hópastarf

  Í hópastarfi er komið inn á öll námsviðin með mismunandi hætti eftir því hvaða viðfangsefni er í viðkomandi hópastund. Hópastundir eru:

  Hreyfistund, rannsóknir, einingakubbar, hlutverkaleikur, útileikir og vettvangsferðir.

  Hópastarf / listgreinar
  Í gegnum listgreinar er hægt að nálgast öll námssviðin í leikskólanum, með mismunandi hætti, við mismunandi aðstæður.

  Börn á leikskólaaldri hafa þörf fyrir að tjá sig á skapandi hátt. Listsköpun er ríkur þáttur í starfinu og hvert barn kemur sínu hugarefni á framfæri í gegnum sköpun.

  Lögð er áhersla á að hafa efnivið fjölbreyttan til listsköpunar og að skoða umhverfis sig þætti og hluti sem eru list í sjálfu sér.

  Myndsköpun
  Myndsköpun skipar stóran sess í örvun sjálfsmyndarinnar, en myndsköpuninni tengjast fleiri listgreinar eins og tónlist, leiklist, dans, náttúran og öll hennar listaverk.

  Tónlist
  Tónlist - dans og hreyfilist er börnum á leikskólaaldri mjög mikilvæg náms og þroskaleið og fá þau tækifæri til að njóta þess daglega. Í gegnum tóna og hreyfingu tjáir barnið sig og upplifir sig sem veru sem getur og þorir.

  Leikræn tjáning
  Uppákomur á borð við leikrit sem börnin sýna öðrum börnum, leikrit sem fullorðnir leika fyrir börnin, brúðuleikur, söngur og dans eru viðhöfð tvisvar í mánuði í salnum.

  Hreyfing
  Öll börn fara einu sinni í viku í leikfimi þar sem börnin styrkja líkama sinn og efla líkamsvitund. Útivera er hverju barni mikilvæg og fara börnin út einu sinni á dag allan ársins hring. Í útiveru er bæði brugðið á leik með skipulögðum hætti svo sem í vettvangsferðum um nágrenni og víðar. Útiveran er oftast á frjálsum forsendum barnanna þar sem hugsunin er sú að þau njóti frjálsrar hreyfingar, náttúru, umhverfis og leikgleði.

  Náttúran og umhverfið
  Í leikskólanum er lögð áhersla á að börnin læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Börnin fara reglulega í vettvangsferðir með kennurum í náttúruskoðunarferðir, þar sem þeim er gerð grein fyrir mikilvægi þess að virða náttúruna og að umhverfið er okkur háð. Við erum gerendur í umönnun í nánasta umhverfi okkar sem og víðar.

  Menningin og samfélagið
  Börnin eru virkir þátttakendur í samfélaginu sem við búum í við förum um hverfið okkar og víðar með það að leiðarljósi að kynna fyrir börnunum þá möguleika sem samfélagið býður uppá. Heimsóknir í stofnanir og fyrirtæki eru fastir liðir í okkar menningar og samfélagsfræðslu.

 • Markmið Lyngheima

  Starf Lyngheima er byggt á hugmyndafræði kenndri við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu, hugmyndafræðingurinn á bakvið starfið þar var Dr. Loris Malagozzi.

  Megináherslur úr hugmyndafræðinni eru:

  • Að bera virðingu fyrir getu barna, að þau afli reynslu og þekkingar á eigin forsendum, noti tilfinningar, hreyfingar, sjónræna skynjun, leik og skapandi starf við öflun þekkingar.
  • Að þroska skilningarvitin þar sem hugmyndaflug og skapandi kraftur fær notið sín.
  • Að kenna börnunum að rannsaka hvern flöt vel og finna nýja fleti í þeim tilgangi að gera börnin færari um að velja og hafna, að verða ekki óvirkir þiggjendur.
  • Að virkja ímyndunarafl barnanna með hversdagslegum hlutum þannig að úr geti orðið spennandi ævintýri.
  • Áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum og rannsóknum.
  • Að börnin átti sig á orsök og afleiðingu.

  Ástæðan fyrir því vali okkar að starfa í anda Reggio Emilia (Malaguzzi) er að hugmyndafræðin byggir á virðingu fyrir börnum, getu þeirra og þroska. Listgreinarnar eru eins konar tæki sem notað er í þekkingarleit og fræðslu.

  Við teljum að í gegnum listgreinar sé gott að ná til barna hvort sem um er að ræða vinnu með tónlist, myndlist eða leikræna tjáningu. Hvers kyns rannsóknir eru í hávegum hafðar og talið að ef börn geta skoðað einn hlut eða málefni frá mörgum hliðum þá geti þau horft af víðsýni á allt. Opnar spurningar eru leiðarljós í öllu starfinu "hvað, hvernig og hvers vegna". Þær gefa börnunum tækifæri til að ígrunda svör sín og athugunarefni án fyrirfram ákveðinnar útkomu. Upplifun skilningarvitanna, sjónar, heyrnar, lyktar og snertiskyns er stór þáttur í starfinu og talið að í gegnum tilfinningar og eigin reynslu læri einstaklingurinn best, þ.e.a.s. að reynsla og upplifun barnanna festi best í minni. Þessu erum við sammála og teljum að vinnuaðferðir sem viðhafðar eru í þessari uppeldisstefnu auðveldi starfsmönnum að starfa samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla og framfylgja lögum um leikskóla. Einstaklingurinn þarf að upplifa það sjálfur að fleiri en ein leið er ávallt að settu marki.

  Dæmi um vinnuaðferð eru Reggio stundir, hópastarf sem allir fara í tvisvar til þrisvar í viku. Í reggiostundum er komið inn á námssviðin í leikskólanum sem eru: Hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúran og umhverfið og menning og samfélag.

  Verkefnaval er í höndum barnanna leikskólakennarar aðstoða þau við að framkvæma og skapa aðstæður sem eiga við hverju sinni.

 • Menningar­við­burðir og hefðir

  Menningar­við­burðir og hefðir eru nokkuð í föstum skorðum þó allt sé endur­metið og breytingum háð. Horft er til þess að menning og hefðir eru hug­suð sem ánægju­leg við­bót í starfinu.

  Í september fara allir í vettvangs­ferðir og skoða breytingar á nátt­úr­unni, safna efni­viði til list­sköpunar og upp­lifa veður­fars­breytingar. Upp­haf af vetrar­starfi.

  Í lok nóvember er haust önn slitið, með til­heyrandi upp­á­komu, þ.e. deildir skiptast á að syngja og leika hver fyrir aðra, foreldrum er boðið í morgunkaffi, sýning á myndverkum barnanna stendur svo yfir á Piparkökudegi foreldrafélagsins sem haldin er síðasta laugardag í nóvember eða fyrsta laugardag í desember.
  Piparkökudagur fer þannig fram: Fjöl­skyldur barnananna koma og eiga saman nota­lega morgun­stund í byrjun að­ventu við ljúfa jólatónlist og allir skreyta piparkökur. Foreldrafélagið sér um að gera þennan dag eftirminnilegan.

  Desember er mánuður sem er fullur af verk­efnum, í leikskólanum er lögð áhersla á ró­legar stundir við lestur og leik undir ljúfri jóla­tón­list.
  Leik­sýning - Út­búa jóla­gjöf handa foreldrum - Læra jóla­lög.
  Borða há­tíð­ar­m­at í leik­skólanum - Kaffihúsastemning í leikskólanum.
  Jóla­trés­skemmtun jóla­sveinar mæta í heim­sókn með eitthvað í pokanum.

  Janúar. Lifandi námskrá hefst að nýju með verkstæðisdögum, vetrarferðum / útivist, rannsóknum og uppbyggjandi starfi í ylnum innivið.

  Þorrinn: Við höldum þorra­blót í leik­skólanum á bónda­daginn, allir mæta í lopapeysum.

  Febrúar. Bollu­dagur = bollur í öll mál, sprengi­dagur = salt­kjöt og baunir og ösku­dagur = nátt­fata­ball.

  Apríl. Í lok apríl er "Opið hús" í leik­skólanum = börnin bjóða sínum ættingjum og vinum að skoða verk­efnin frá vor­önn.

  Maí. Sumar­s­tarf hefst með meiri úti­veru og vettvangs­ferðum.

  Júní. Fyrsta vikan í júní er íþróttavika í leikskólanum henni lýkur með sumarhátíð.

 • Skóladagatal 2016-2017