• Leikskólinn
  • Þróunarverkefni og nám
  • Agi - Betur má ef duga skal

Þróunarverkefnið Agi - Betur má ef duga skal (2011-2014)

Þróunarverkefnið sem unnið er með í leikskólanum heitir "Agi - betur má ef duga skal". Verkefnið gengur út á reglur fyrir alla, inni sem úti. Reglurnar eru unnar í samráði og samvinnu við börnin með samtölum og æfingum, börnin og starfsfólkið tileinka sér samskiptareglur með aðstoð frá hvert öðru. Hver meginregla á sinn lit, reglurnar eru fimm ein tekin fyrir í einu og henni fylgt eftir þar til allir eru orðnir færir í að nota hana. Áætlað er að allir litirnir verði komnir með merkingu góðu reglunnar sinnar á vorönn 2014.