• Reggio Emilia

Reggio Emilia

Starf Lyngheima er byggt á hugmyndafræði kenndri við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Hugmyndafræðingurinn á bakvið starfið þar var Dr. Loris Malagozzi.

  • Virðing fyrir hæfileika hvers og eins til að afla sér reynslu og þekkingar á eigin forsendum. Grundvöllur allrar þekkingar byggist á að öðlast reynslu í gegnum leik og skapandi verkefni. Öll börn fá tækifæri til að nota líkamann með öllum sýnum skynfærum í þekkingarleit sinni.
  • Aðstæður bjóða upp á fjölbreytt tækifæri til leikja, ögrandi og skapandi.
  • Skapandi starf,  rannsóknir og kannanir í gegnum eigin upplifanir sem stuðla að sjálfstæði og ígrundun.
  • Skoðanaskipti, umræður og ígrundun á því sem fyrir ber með það að leiðarljósi að gera börnin fær um að velja og hafna fyrir sig sjálf en verða ekki óvirkir þiggjendur.
Leiðarljós Lyngheima: Njótum bernskunnar - Virðum fjölbreytileikann